Gkb
-
Fimmtudagur, 27. febrúar 2020 - 8:52GKB kaupir fimm rafmagns golfbíla!
GKB hefur fest kaup á fimm glæsilegum golfbílum af gerðinni E-Z-GO. Þeir eru með Lithium lon batteríum, sem er það fullkomnasta í rafmagnsbílum í dag. Bílarnir eru hugsaðir til útleigu á vellinum okkar í sumar.
-
Fimmtudagur, 16. janúar 2020 - 8:41Nýtt forgjafarkerfi tekur gildi 1. mars
Í ár munu sex forgjafarkerfi sameinast í eitt fyrir allan heiminn. Nýju reglurnar gera kylfingum fært að nota sína forgjöf á hvaða golfvelli sem er í heiminum og keppa eða leika golfhring sér til skemmtunar með hverjum sem er á heiðarlegum og jöfnum forsendum. Nýja kerfið tekur gildi hér á landi 1. mars.
-
Fimmtudagur, 12. desember 2019 - 13:10Börkur er nýr formaður GKB
Golfklúbburinn Kiðjaberg var rekinn með rúmlega 15 milljóna króna hagnaði á síðasta starfsári, að því er fram kom á aðalfundi GKB um síðustu helgi. Formaður GKB, Þórhalli Einarsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Börkur Arnviðarson kosinn formaður.
-
Miðvikudagur, 20. nóvember 2019 - 16:43Aðalfundur GKB verður 7. desember
Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn 7. desember klukkan 13.00 í Golfskálanum Kiðjabergi. Stjórn klúbbsins hvetur félagsmenn eindregið til að mæta á aðalfundinn. Rakel verður með hið margrómaða jólahlaðborð í skálanum um kvöldið og hefst það kl. 19.00.
-
Miðvikudagur, 25. september 2019 - 9:11Aðeins opið fyrir félagsmenn!
Nú hefur Kiðjabergsvelli verið lokað þetta haustið fyrir aðra enn félagsmenn. Teigmerki hafa verið fjarlægð en litaðir hælar settir í staðinn. Flögg verða á flötum eitthvað áfram. Skálinn er lokaður.
-
Mánudagur, 9. september 2019 - 18:28Bændaglíma GKB og lokahóf
Laugardaginn 14. september fer fram Bændaglíma GKB og lokahóf. Keppendum verður skipt í tvö lið, A og B, og spilað Texas Scramble. Forgjöf hvers liðs er reiknuð sem samanlögð vallarforgjöf deilt með 2,5. Kaffi Kið býður upp á veglegt veisluhlaðborð um kvöldið.
-
Sunnudagur, 4. ágúst 2019 - 9:26Oddný og Ríkharður léku á 58 höggum nettó
Styrktarmót GKB fór fram á Kiðjabergsvelli í gær, laugardaginn 3. ágúst. Sigurvegarar voru þau Oddný Þóra Baldvinsdóttir og Ríkharður Sveinn Bragason, sem léku á 58 höggum nettó. Hilmar Þór Ársælsson og Kristín Sigríður Geirsdóttir höfnuðu í öðru sæti á 59 höggum
-
Þriðjudagur, 30. júlí 2019 - 14:35Bjarki leiðbeinir í Kiðjabergi um helgina
Bjarki Pétursson, landsliðsmaður úr GKB, verður með tveggja daga golfkennslu ásamt félögum sínum á Kiðjabergsvelli um næstu helgi. Kennslan er eingöngu fyrir félagsmenn GKB. Félagar ættu að nýta sér þetta einstaka tækifæri og fá góð ráð hjá afrekskylfingi.
-
Mánudagur, 29. júlí 2019 - 7:35GKB áfram í 2. deild karla
GKB hélt sæti sínu í 2. deild karla í Sveitakeppni GSÍ, sem fram fór í Vestmannaeyjum um liðna helgi. Heimamenn úr Eyjum sigruðu og færast upp í 1. deild að ári. GKB hafnaði í sjöunda sæti, en GÍ féll í 3. deild.
- 1 of 49
- ››