Gkb
-
Fimmtudagur, 27. febrúar 2020 - 8:52GKB kaupir fimm rafmagns golfbíla!
GKB hefur fest kaup á fimm glæsilegum golfbílum af gerðinni E-Z-GO. Þeir eru með Lithium lon batteríum, sem er það fullkomnasta í rafmagnsbílum í dag. Bílarnir eru hugsaðir til útleigu á vellinum okkar í sumar.
-
Sunnudagur, 21. júlí 2019 - 13:13Brynhildur sigraði í Opna Bioeffect mótinu
Opna BIOEFFECT kvennamótið fór fram í góðu veðri á Kiðjabergsvelli laugardaginn 20. júlí. Rúmlega 70 keppendur mættu til leiks. Brynhildur Sigursteinsdóttir úr GKB sigraði í punktakeppni, kom inn á 38 punktum. Anna Sólveig Snorradóttir úr GK lék best í höggleik án forgjafar, eða 78 höggum. Hún átti einnig lengsta teighöggið á 4. braut.
-
Þriðjudagur, 16. júlí 2019 - 14:17Opna BIOEFFECT kvennamótið um helgina
Laugardaginn 20. júlí fer fram Opna BIOEFFECT kvennamótið á golfvellinum í Kiðjabergi. Allir þátttakendur í mótinu fá teiggjöf frá BIOEFFECT. Veitt verða verðlaun fyrir sex efstu sætin í punktakeppni og efsta sætið í höggleik án forgjafar.
-
Sunnudagur, 14. júlí 2019 - 7:10Margrét og Andri klúbbmeistarar GKB 2019
Margrét Geirsdóttir og Andri Jón Sigurbjörnsson eru klúbbmeistarar GKB 2019. Meistaramóti klúbbsins lauk á Kiðjabergsvelli í gær og þótti takast vel og var veðrið gott alla keppnisdagana. Lokahóf fór fram í golfskálanum í gærkvöldi og þar voru verðlaun afhent. Brynhildi Sigursteinsdóttir var í lokahófinu afhentur háttvísibikar GKB.
-
Laugardagur, 13. júlí 2019 - 6:47Spenna fyrir lokahringinn!
Það er spenna í flestum flokkum fyrir lokahringinn í meistaramóti GKB á Kiðjabergsvelli. Andri Jón Sigurbjörnsson hefur reyndar 9 högga forystu á Halldór Heiðar Halldórsson í meistaraflokki karla, en meiri spenna er í meistaraflokki kvenna þar sem Margrét Geirsdóttir er með tveggja högga forskot á Brynhildi Sigursteinsdóttur.
-
Föstudagur, 12. júlí 2019 - 7:20Andri Jón og Margrét léku best á öðrum hring
Þegar keppni er hálfnuð í meistaramóti GKB á Kiðjabergsvelli eru línur aðeins farnar að skýrast. Andri Jón Sigurbjörnsson lék best allra í gær, kom inn á 73 höggum og tók forystu í karlaflokki. Margrét Geirsdóttir lék einnig frábært golf, kom inn á 76 höggum og tók forystu í kvennaflokki.
-
Fimmtudagur, 11. júlí 2019 - 7:26Halldór og Brynhildur leiða eftir fyrsta hring
Meistaramót GKB hófst á Kiðjabergsvelli í gær. Halldór H. Halldórsson lék best í meistaraflokki karla og Brynhildur Sigursteinsdóttir í meistaraflokki kvenna. Annar hringur verður spilaður í dag.
-
Fimmtudagur, 4. júlí 2019 - 18:36Meistaramót GKB 2019!
Meistaramót GKB hefst miðvikudaginn 10. júlí. Spilaðar verða 72 holur, höggleikur án forgjafar hjá körlum með forgjöf upp að 18,1 og konum að 21,4. Punktakeppni með forgjöf verður hjá körlum 18,2 og hærra, konum 20,5 og hærra. Unglingar, öldungar og opinn flokkur spila 36 holu punktakeppni föstudag og laugardag.
-
Sunnudagur, 23. júní 2019 - 14:17Sigurskorið í Hjóna og parakeppninni 58 högg!
Hjóna- op Parakeppni GKB fór fram á Kiðjabergsvelli laugardaginn 22. júní. Hjónin Lilja Rut Sæbjörnsdóttir og Jóhann Brimir Benónýsson, sem kölluðu sig Hóló, sigruðu með þriggja högga mun, komu inn á 58 höggum nettó. Þórólfur Nielsen fór holu í höggi á 12. braut vallarins.