Skip to Content

Gkb

 • Fimmtudagur, 16. janúar 2020 - 8:41
  Nýtt forgjafarkerfi tekur gildi 1. mars

  Í ár munu sex forgjafarkerfi sameinast í eitt fyrir allan heiminn. Nýju reglurnar gera kylfingum fært að nota sína forgjöf á hvaða golfvelli sem er í heiminum og keppa eða leika golfhring sér til skemmtunar með hverjum sem er á heiðarlegum og jöfnum forsendum. Nýja kerfið tekur gildi hér á landi 1. mars.

 • Þriðjudagur, 16. júlí 2019 - 14:17
  Opna BIOEFFECT kvennamótið um helgina

   

  Laugardaginn 20. júlí fer fram Opna BIOEFFECT kvennamótið á golfvellinum í Kiðjabergi.  Allir þátttakendur í mótinu fá teiggjöf frá BIOEFFECT. Veitt verða verðlaun fyrir  sex efstu sætin í punktakeppni og efsta sætið í höggleik án forgjafar. 

   

 • Sunnudagur, 14. júlí 2019 - 7:10
  Margrét og Andri klúbbmeistarar GKB 2019

  Margrét Geirsdóttir og Andri Jón Sigurbjörnsson eru klúbbmeistarar GKB 2019. Meistaramóti klúbbsins lauk á Kiðjabergsvelli í gær og þótti takast vel og var veðrið gott alla keppnisdagana. Lokahóf fór fram í golfskálanum í gærkvöldi og þar voru verðlaun afhent. Brynhildi Sigursteinsdóttir var í lokahófinu afhentur háttvísibikar GKB.

 • Laugardagur, 13. júlí 2019 - 6:47
  Spenna fyrir lokahringinn!

  Það er spenna í flestum flokkum fyrir lokahringinn í meistaramóti GKB á Kiðjabergsvelli. Andri Jón Sigurbjörnsson hefur reyndar 9 högga forystu á Halldór Heiðar Halldórsson í meistaraflokki karla, en meiri spenna er í meistaraflokki kvenna þar sem Margrét Geirsdóttir er með tveggja högga forskot á Brynhildi Sigursteinsdóttur.

 • Föstudagur, 12. júlí 2019 - 7:20
  Andri Jón og Margrét léku best á öðrum hring

  Þegar keppni er hálfnuð í meistaramóti GKB á Kiðjabergsvelli eru línur aðeins farnar að skýrast. Andri Jón Sigurbjörnsson lék best allra í gær, kom inn á 73  höggum og tók forystu í karlaflokki. Margrét Geirsdóttir lék einnig frábært golf, kom inn á 76 höggum og tók forystu í kvennaflokki. 

 • Fimmtudagur, 11. júlí 2019 - 7:26
  Halldór og Brynhildur leiða eftir fyrsta hring

  Meistaramót GKB hófst á Kiðjabergsvelli í gær. Halldór H. Halldórsson lék best í meistaraflokki karla og Brynhildur Sigursteinsdóttir í meistaraflokki kvenna. Annar hringur verður spilaður í dag.

 • Fimmtudagur, 4. júlí 2019 - 18:36
  Meistaramót GKB 2019!

  Meistaramót GKB hefst miðvikudaginn 10. júlí. Spilaðar verða 72 holur, höggleikur án forgjafar hjá körlum með forgjöf upp að 18,1 og konum að 21,4. Punktakeppni með forgjöf verður hjá körlum 18,2 og hærra, konum 20,5 og hærra. Unglingar, öldungar og opinn flokkur spila 36 holu punktakeppni föstudag og laugardag.

 • Sunnudagur, 23. júní 2019 - 14:17
  Sigurskorið í Hjóna og parakeppninni 58 högg!

  Hjóna- op Parakeppni GKB fór fram á Kiðjabergsvelli laugardaginn 22. júní. Hjónin Lilja Rut Sæbjörnsdóttir og Jóhann Brimir Benónýsson,  sem kölluðu sig Hóló, sigruðu með þriggja högga mun, komu inn á 58 höggum nettó. Þórólfur Nielsen fór holu í höggi á 12. braut vallarins.

 • Fimmtudagur, 20. júní 2019 - 21:41
  Hjóna- og parakeppni á laugardaginn

  Hjóna- og Parakeppni GKB fer fram á Kiðjabergsvelli laugardaginn 22. júní. Enn eru nokkrir rástímar lausir í þessu vinsæla móti. Spilað er 18 holu Texas Scramble höggleikur með forgjöf. Hámarks forgjöf hjá körlum 24 og 28 hjá konum. Veitt verða verðlaun fyrir 4 efstu sætin. Jónsmessumót er föstudaginn 21. júní, mæting kl. 19:00.