Skip to Content

Lög GKB

Lög Golfklúbbs Kiðjabergs.

01. grein Félagið heitir Golfklúbbur Kiðjabergs, skammstafað G.K.B. Klúbburinn er aðili að Golfsambandi Íslands, skammstafað G.S.Í.

02. grein Markmið klúbbsins er rekstur golfvallar í landi Kiðjabergs í Grímsnesi, kynning á golfíþróttinni og iðkun hennar.
Eigandi jarðarinnar Kiðjaberg er Meistarafélag húsasmiða í Reykjavík og verður gerður samningur á milli aðila um afnot golfmannvirkja.

03. grein Klúbburinn er öllum opinn og skal sækja skriflega um inngöngu á þar til gerðum eyðublöðum.
Inntaka nýrra félaga er háð samþykki stjórnar.
Úrsögn er bundin við áramót og berist hún skriflega fyrir lok desembermánaðarþ

04. grein Reiknisár klúbbsins er frá 1.nóvember til 31. október.

05. grein Stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs skipa fimm félagsmenn og tveir til vara. 
Stjórnin skal kosin á aðalfundi.  Formann stjórnar skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn. Aðalfundur kýs árlega tvo menn í aðalstjórn og einn í varastjórn til tveggja ára í senn.
Stjórnin ákveður verkaskiptingu sína á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund..
Fundargerðir skulu haldnar um fundarstörf stjórnar.
Ársreikningar félagsins skulu endurskoðaðir af tveim skoðunarmönnum sem kosnir eru á aðalfundi félagsins til eins árs í senn.

06. grein Stjórn klúbbsins hefur yfirumsjón með framkvæmdum á golfvellinum og rekstri hans.Hún skipuleggur sumarstarfið og mótahald og stjórnar því.

Stjórnin gerir tillögur til aðalfundar klúbbsins um félagsgjöld. Aðalfund skal  halda eigi síðar en 31. desember ár hvert  og nægir að boða til fundarins á vefsíðunni golf.is heimasíðu Golfklúbbs Kiðjabergs  gkb.is. og jafnframt með tölvupóst á félagsmenn samkvæmt netfangaskrá á golf.is Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

Á aðalfundi skulu tekin fyrir eftirfarandi mál:

1.    Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
2.    Fundargerð síðasta Aðalfundar lesin upp
3.    Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
4.    Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
5.    Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga klúbbsins.
6.    Lagabreytingar kynntar og teknar til afgreiðslu.
7.    Tilaga stjórnar um félagsgjöld lögð fram.
8.    Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna samkvæmt samþykktum lögum klúbbsins.
9.    Önnur mál.

Til almenns félagsfundar boðar stjórn ef henni þykir þurfa, eða ef minnst 10 félagsmenn leggja fram skriflega kröfu þar um.

07. grein Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.Atkvæðarétt hafa allir skuldlausir og viðstaddir félagar 16 ára og eldri.
Afl atkvæða ræður nema annars sé getið í lögum þessum.

08. grein Við golfleik skal fara eftir St. Andrews golfreglum eins og þær eru hverju sinni og þeim reglum sem Golfsamband Íslands setur um íþróttina.
Stjórn klúbbsins getur sett staðarreglur um leikinn,
um umferð og umgengni um golfvöllinn og golfskála
og er leikmönnum skylt að hlíta þeim.


09. grein Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi klúbbsins og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til.
Tillögur til breytinga á lögum skulu hafa borist stjórninni
eigi síðar en 30 dögum fyrir aðalfund og skal þeirra getið í fundarboði.

10. grein Komi fram tillaga undirrituð af a.m.k. 15% skuldlausra félaga um að klúbburinn hætti störfum, skal hún tekin fyrir á lögmætum fundi sem stjórnin boðar til með sama hætti og um aðalfund væri að ræða.
Fundurinn er ályktunarhæfur ef minnst helmingur félagsmanna sækir fundinn og tillagan fær gildi ef minnst 2/3 fundarmanna samþykkja hana.
Sé þátttaka ekki næg skal boða til nýs fundar innan þriggja vikna og er hann ályktunarhæfur sé löglega til hans boðað án tillits til fundarsóknar.

11. grein Lög þessi öðlast þegar gildi.

Lögum breitt á aðalfundi desember 2016.