Skip to Content

Völlurinn

Braut 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18
Par 5 4 3 4 4 4 3 4 5 4 4 3 5 4 4 3 4 4
Forgjöf 7 3 13 1 11 17 9 15 5 8 6 16 4 12 2 18 14 10

Golfvöllur Kiðjabergs er sérlega skemmtilegur 18 holu golfvöllur sem er staðsettur í friðsæld íslenskrar náttúru. Til þess að golfarar geti skipulagt hringinn á golfvellinum vandlega og lagt grunninn að góðum árangri höfum við sett upp skilmerkilegar upplýsingar um brautir vallarins. Þar er m.a. að finna myndir sem sýna mismunandi afstöðu til flatarinnar út frá staðsetningu á brautinni. Svörtu hornklofarnir eru settir á brautina til að hægt sé að sjá afstöðuna út frá staðsetningu með því að fara með bendil músarinnar þar yfir. Með þessum hætti er enn auðveldara að skipuleggja leikinn fyrirfram og ákveða hvernig þú ætlar að ná sem bestum árangri. Einnig getur þú skoðað brautirnar á myndbandi hér þar sem flogið er á þyrlu yfir völlinn.