Skip to Content

Bændaglíma GKB og lokahóf

Mánudagur, 9. september 2019 - 18:28
Laugardaginn 14. september fer fram Bændaglíma GKB og lokahóf. Keppendum verður skipt í tvö lið, A og B. Spiluð er Texas Scramble holukeppni þar sem tveir úr hvoru liði A og B eigast við í hverju holli, hver unnin hola telur fyrir liðið. Forgjöf hvers liðs er reiknuð sem samanlögð vallarforgjöf deilt með 2,5, en 
þó ekki hærra en vallarforgjöf lægsta leikmanns.
 
ATH!!! EKKI er HÆGT AÐ SKRÁ SIG Á GOLF.IS en allir mæta í Golfskála tímanlega, ekki síðar en kl.10:00. Þar verður raðað í ráshópa. Ekki málið að mæta einn - setjum upp lið á staðnum. Ræst verður út á mörgum teigum kl. 11:00. Mótsgjald kr 3.000 á mann.
 
Verðlaunaafhending fer fram um kvöldið á veglegri lokahátíð sem hefst kl. 19:00. Nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins.
-------------------------------------------------
 
Kaffi Kið býður upp á veglegt veisluhlaðborð, ALLT Í STEIK -   5.000 krónur á mann.
Vinsamlegast pantið matinn fyrir fimmtudaginn 12. september. í síma 699-4969.