Skip to Content

Bjarki leiðbeinir í Kiðjabergi um helgina

Þriðjudagur, 30. júlí 2019 - 14:35
Bjarki er einn af bestu kylfingum landsins.
 
Bjarki Pétursson, landsliðsmaður úr GKB, verður með tveggja daga golfkennslu ásamt félögum sínum á Kiðjabergsvelli um næstu helgi. Hann er nú að undirbúa sig fyrir úrtökumót evrópsku mótaraðarinnar, sem fram fer í september.
 
Kennslan er eingöngu fyrir félagsmenn GKB, sem ættu að nýta sér tækifærið og læra meira í íþróttinni. Það er alltaf hægt bæta sveifluna eða annan þátt golfleiksins.
 
Bjarki, sem var í sveit GKB í 2. deildinni í Vestmannaeyjum um helgina og var í golfháskóla í Bandaríkjunum, verður með dagskrá frá kl. 10:00 til 18:30 á föstudag og frá kl. 09:30 til 18:00 á sunnudag. Með honum verða 1-3 kylfingar úr meistaraflokki GKB.
 
Dagskráin um helgina er eftirfarandi:
Föstudagur (2.08.2019):  
Frá kl 10.00 - 12.00: Með börnum og unglingum
Frá kl 13.00 - 14.30: Fyrir fullorðna, mest 10-12 í einu
Frá kl 15.00 - 16.30  ----------" " -------------
Frá kl 17.00 - 18.30. ----------" " -------------
Sunnudagur: 
Frá kl  9.30 - 11.00: Kvennasveit 50+ GKB
Frá kl 11.30 - 13.00: Karlasveit 50+ GKB
Frá kl 13.00 - 18.00: Sér 30 mínútur með Bjarka, fyrir þá sem það vilja (gegn gjaldi).