Skip to Content

Börkur er nýr formaður GKB

Fimmtudagur, 12. desember 2019 - 13:10
Stjórn GKB ásamt nýkjörnum formanni, Berki Arnviðarsyni.
Golfklúbburinn Kiðjaberg var rekinn með rúmlega 15 milljóna króna hagnaði á síðasta starfsári, að því er fram kom á aðalfundi GKB um síðustu helgi. Þetta er þriðja árið í röð sem hagnaður er af rekstri klúbbsins. Formaður GKB, Þórhalli Einarsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Börkur Arnviðarson kosinn formaður. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir og Jens Magnús Magnússon var kosinn sem nýr maður í stjórn. 
 
Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs 2019
Haldinn í golfskálanum i Kiðjaberg 7.desember 2018.
Fundur settur kl 13:00
 
1. Þórhalli Einarsson formaður setti fundin, sem var vel sóttur, og gerði tillögu um Hjörleif Kvaran sem fundarstjóra og Jónas Kristinsson sem fundarritara. Tillagan var samþykt. Hjörleifur fór yfir lögmæti fundarins. Sagði hann fundin löglegan þar sem rétt hefði verið til hans boðað.
 
2. Formaður las fundargerð síðasta aðalfundar. Fundargeðin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða
 
3. Þórhalli flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2109.
 
4. Brynhildur Sigursteinsdóttir gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga klúbbsins.Fram kom að klúbburinn var rekinn með með 15.436.638 kr hagnaði í stað 8.536.112 kr hagnaði árið á undan. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins kr. 53.737.869, bókfært eigið fé kr 50.045.316 og eigiðfjárhlutfall félagsins 93%
 
Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrsku stjórnar og reikninga félagsins. Engar spurningar komu fram. Reikningar klúbbsins og skýrsla stjórnar voru því næst borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
5. Lögð var fram tillaga stjórnar um félagsgjöld fyrir starfsárið 2019. Lagt var til að félagsgjöld myndu hækka um sem nemur 3% mlli ára. Félagsmenn greiði valfrjálst kr. 7.500 sem inneign í veitingasölu. Tillagan um gjaldaskrána var samþykkt samhljóða.
 
6. Þegar kom að stjórnarkjöri upplýsti Þórhalli Einarsson formaður að hann gæfi ekki kost á sér áfram, og var honum þökkuð góð störf með lófaklappi. Stjórnin lagði fram tilögu þess efnis að Börkur Arnviðarson yrði kosinn formaður og var það samþykt samhljóða. Tveir stjórnarmenn sem átti að kjósa um til tveggja ára gáfu kost á sér áfram en þeir eru Magnús Haraldsson og Jónas Kristinsson. Var því einnig fagnað með lófataki. Kjósa átti varamann til tveggja ára og gaf Jens Magnús Magnússon kost á sér sem var fagnað með lófataki. Kostnir voru tveir skoðunarmenn reikninga, þau Jenetta Bárðardóttir og Gunnar Dagbjartsson.
 
7. Guðrún S Eyjólfsdóttir flutti skýrslu um störf kvennanefndar. Starfið hófst þann 17. maí með skemmtikvöldi . Hittingur var 10 föstudagskvöld kl 18:00 og spilaðar 9 holur og mæting var góð og tóku als 40 konur þátt í þessu yfir sumarið. Haldin voru fjögur kvennamót og voru öll mjög vel sótt. Vinkvennamót GKG-GKB var nú haldið í annað sinn og var sprenging í þátttöku hjá báðum klúbbunum og komust færri að en vildu! Alls luku 89 konur leik í blíðskaparveðri, 23 frá GKB og GKG konur voru 66 talsins. Leikhraði var til mikillar fyrirmyndar – fyrsta holl lauk leik á rétt rúmum 4 klst. og stærsti hlutinn var kominn í hús á innan við 5 klst.!!! Vinningar voru glæsilegir að mestu í boði Taramar sem styrkir sérstaklega starf GKG. Bikarkeppni GKB og Öndverðaness fór fram í Öndverðanesi í ár.  – Leikar voru jafnir en við tókum  bikarinn aftur og ætlum okkur að halda honum! En mjótt var á mununum. Opna BIOEFFECT kvennamótið fór fram í annað sinn í góðu veðri. Þátttaka var mjög góð en ríflega 70 keppendur mættu til leiks. Glæsileg verðlaun – öll frá Bioeffect – og er þetta mót mjög eftirsótt!  Lokamót ársins var Pilsaþytur í boði Bygg. Als mættu 31 lið til keppni og var mótið hið glæsilegasta. Kvennanefndin þakkaði öllum þeim frábæru aðilum sem styrktu þessi mót og vonast til að áframhald verði á því á næsta ári. Árið var gert upp í lok ágúst með lokahófi. Þær mætti Eva Albrchtsen HNE læknir sem hélt mjög áhugavert erindi um jafnvægi / jafnvægisleysi. Auk Guðrúnar skipa Stella Hafsteins, Sigurlaug Guðmunds “Silla” og Sigrún Ragnarsd kvennanemdina og voru þær allar hyltar með lófataki. 
 
8. Kynnig á vorferð GKB og Heimsferða.
Stella Hafsteins fór yfir og kynnti fyrirhugaða vorferð klúbbsins með Heimsferðum 3.-14. maí  2020.   Farið til Sankt Petri á Spáni. Ferðin kostar kr 299.900 miðað við tvo saman í herbergi, ótakamarkað golfog fríir drykkr eftir kl. 18 var meðal þess sem fram kom í kynningu Stellu.
Bað hún áhugasama um að skrá sig í ferðina á fundinum eða að menn gætu skráð sig í ferðina á arni@heimsferdir.is
 
 
9. Önnur mál : Nýkjörinn formaður Börkur Arnviðarson kvaddi sér hljóðs og þakkaði stuðninginn.  Hann kynnti sig og fór yfir áralanga veru sína í stjórn GKB. Því næst þakkaði fundarsjóri Hjörleifur B Kvaran fyrir sig og óskaði nýkjörinni stjórn velfarnaðar og þakkaði vel sóttan fund.
 
Börkur sleit því næst fundinum. Fundarmenn risu úr sætum og gáfu fráfarandi formanni dúndrandi lófaklapp og þökkuðu með því vel unnin störf hans í þágu Golflúbbs Kiðjabergs.
 
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá aðalfundinum, sem teknar voru af Jóhannesi Long.