Skip to Content

GKB áfram í 2. deild karla

Mánudagur, 29. júlí 2019 - 7:35
Frá mótinu í Eyjum um helgina.

GKB hélt sæti sínu í 2. deild karla í Sveitakeppni GSÍ, sem fram fór í Vestmannaeyjum um liðna helgi. Heimamenn úr Eyjum sigruðu og færast upp í 1. deild að ári. GKB hafnaði í sjöunda sæti, en GÍ féll í 3. deild. 

Sveit GKB var inn í flestum leikjunum og tapaði oftast með minnsta mun, nema á móti GÍ, en þann leik unnu okkar menn 4:1. Þá gerði sveitin jafntefli við NK. Úrslit í einstökum leikjum fóru sem hér segir:

GKB - GO 2:3
GKB - Selfoss 2:3
GKB - ÍBV 1,5:3,5
GKB - NK 2,5:2,5
GKB - GÍ 4:1

Sveit GKB var skipuð eftirtöldum:
Andri Jón Sigurbjörnsson
Haraldur Þórðarson
Árni Gestson
Halldór X. Halldórsson
Sturla Ómarsson
Ólafur Sigurjónsson
Sveinn Snorri Sverrisson
Bjarki Pétursson