Skip to Content

Meistaramót GKB 2019!

Fimmtudagur, 4. júlí 2019 - 18:36

Meistaramót GKB hefst miðvikudaginn 10. júlí. Spilaðar verða 72 holur, höggleikur án forgjafar hjá körlum með forgjöf upp að 18,1 og konum að 21,4. Punktakeppni með forgjöf verður hjá körlum 18,2 og hærra, konum 20,5 og hærra. Unglingar, öldungar og opinn flokkur spila 36 holu punktakeppni föstudag og laugardag. Mótsstjórn mun raða niður á miðvikudag eftir að skráningu lýkur, rástímar verða síðan tiltækir á golf .is

Veitt verða verðlaun í öllum flokkum fyrir 3 efstu sætin. Sameiginleg nándarverðlaun veitt á par-3 holum á laugardaginn fyrir alla flokka. Einnig verður "mót í mótinu" Golfmeistari GKB, þar sem veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin hjá körlum og konum, höggleik með forgjöf, hjá þeim sem leika völlinn á fæti.

Keppnissilmálar:
Almennir Keppnisskilmálar við keppni á Kiðjabergsvelli gilda á þessu móti, með því fráviki að ef tveir eða fleiri leikmenn eru jafnir og efstir þá skal leikinn bráðabani milli þeirra þar til úrslit liggja fyrir.

Veglegt lokahóf:
Veglegt lokahóf meistaramótsins verður síðan í golfskálanum hjá Rakel á laugardagskvöldinu. Slegið verður upp dönsku hlaðborði að hætti hússins .Verð á mann er kr. 5.000. Mikilvægt er að panta borð fyrir fimmtudaginn 11. júlí. Hjá Rakel í síma 6994969 eða rakelmatt@gmail.com


                               !!! MUNIÐ AÐ SKRÁ YKKUR !!!